1 poki
2 pokar
3 pokar

Veldu fjölda poka sem þú vilt gefa

Hjálpaðu okkur að safna fyrir matvöru og nauðsynjum fyrir þau sem á þurfa að halda um jólin.

Styrkja - Jól 2024
kr.

Krafa upp á kr verður stofnuð í heimabanka.

Krafa upp á kr verður stofnuð í heimabanka.

Krafa upp á kr verður stofnuð í heimabanka.

Krafa upp á kr verður stofnuð í heimabanka.

Veldu fjölda poka sem þú vilt gefa

Staðan núna

upphæð

Fjöldi poka

pokar 

Um söfnunina

Mynd af starfsfólki Mæðrastyrksnefndar

Því miður er staða sumra fjölskyldna þannig að fólk finnur ekki fyrir tilhlökkun þegar jólin nálgast. Margar þeirra eiga erfitt með að ná endum saman og þegar hátíðirnar eru á næsta leiti fer í hönd erfiður tími fyrir tekjuminna fólk, sérstaklega barnafjölskyldur.

Jólin eru hátíð barnanna og öll viljum við skapa minningar um gleðirík æskujól og notalegar stundir á þessum árstíma. Mæðrastyrksnefnd eru samtök sem styðja við einstæða foreldra, öryrkja, eldri borgara og fjölskyldur með matar- og fataúthlutunum auk ýmissa styrkja sem veita efnalitlu fólki á Íslandi nauðsynlega aðstoð og úrræði. Með því að gefa poka í desember, einn eða fleiri, leggur þú þitt af mörkum til að hjálpa okkur að veita nauðsynlega aðstoð og gera þessum hópi kleift að gera sér dagamun yfir hátíðarnar með jólamat og gjöfum fyrir börnin.

Til Mæðrastyrksnefndar leitar fólk sem þarf á aðstoð að halda, ýmist tímabundið eða til lengri tíma. Við stöndum fyrir úthlutunum tvisvar í mánuði þar sem hægt er að fylla poka af matvælum og annarri nauðsynjavöru. Fyrir jólin getur fólk óskað eftir sérstakri jólaaðstoð.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn!

Mæðrastyrksnefnd Reykjavík
Hátúni 12, 105 Reykjavík
Kt. 470269-1119

Ábending

Hjartað

Skilmálar

Með því að smella á staðfesta veitir þú Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur leyfi til að stofna kröfu með upphæð sem þú velur á kennitöluna þína. Krafan mun birtast í heimabankanum þínum. Styrkurinn verður notaður til að veita fólki sem á þarf að halda mat og aðrar nauðsynjavörur. Einnig veitir þú Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur leyfi til að miðla til þín upplýsingum um hvernig styrkur þinn nýtist í starfi og kynna önnur verkefni félagsins. Þú getur hvenær sem er óskað eftir því að hætta að fá slíkar upplýsingar eða að upplýsingum sé eytt. Hægt er að óska eftir stöðvun vinnslu og eyðingu upplýsinga með því að senda tölvupóst á netfangið maedur@simnet.is.